Kæri lesandi,

jólin eru gengin í garð. Serían á trénu lýsir upp stofuna í myrkrinu, úti snjóaði smá síðustu nótt en annars hefur veðrið verið fullkomið í dag. Kalkúnninn bragðaðist fullkomlega, meðlætið jafnvel enn betur og sósan best allra. Stelpurnar opnuðu haug af pökkum, móðir þeirra einnig og að endingu kom hún í ljós, ein bók undan trénu í pakka merktum undirrituðum. Ég er hálfnaður, bókin er mjög góð (ekkert sem kemur á óvart þar, Guðrún Eva Mínervudóttir skrifaði hana). Allsnægtirnar lögðu okkur öll í valinn þennan fullkomna, fullkomna dag. Á morgun verður að öllum líkindum framhald á.

Þar til næst.