Kæri lesandi,
ég er nánast of þreyttur til að uppfæra síðuna í dag. Nánast. Ég var að skríða heim eftir gott kvöld með bræðrum mínum. Við fórum út að borða og í bíó, að bræðra sið. Við sáum The Gentlemen, nýjustu mynd Guy Ritchie. Ritchie hefur ekki gert góða kvikmynd í rúman áratug svo að ég var eiginlega fyrir löngu búinn að gefast upp á honum, en við ákváðum í einhverju fljótræði að hoppa á þessa í kvöld … og hún var bara nokkuð góð. Hugh Grant stal senunni, mikið hlegið, twists n turns og svona. Fullt af töffurum og frösum og hasar. Mæli með.
Annað sem ég mæli með? Svefn. Það er eins gott að vera vel sofinn á morgun, þá ætla ég að mála herbergi dóttur minnar og fara svo á stúfana og kaupa mér derhúfu. Þetta verður algjör lykildagur.
Þar til næst.