Kæri lesandi,
þetta hefur verið dagur orða. Ég hef lesið tæplega 200 bls. í síðustu bókinni sem ég þarf að lesa fyrir dómnefnd bókmenntaverðlauna í vor. Sem betur fer er þessi bók mjög góð, það er komin smá þreyta í kauða eftir þennan leslista. Ég ætti að klára á morgun eða hinn og þá anda ég léttar.
Í dag skrifaði ég líka heilan helling. Söngvatexta fyrir hliðarverkefni og svo hin skrifin, þessi endalausu. Ég átti líka fund þar sem fyrra verkefnið var rætt og unnið áfram. Við fjarlægjumst núllpunktinn, og er það vel.
Í dag hef ég svo haft þetta lag á heilanum, enda frábært lag:
Nú ætla ég að hlusta einu sinni enn á þetta lag og lesa aðeins meira fyrir svefninn.
Þar til næst.