Kæri lesandi,

Liverpool vann enn einn deildarleikinn í kvöld. Liðið hefur núna;

 • Unnið 21 heimaleik í röð í deild, sem er metajöfnun (Liverpool átti gamla metið, sett 1972).
 • Unnið 18 deildarleiki í röð, heima og úti, sem er metajöfnun.
 • Leikið 44 leiki í röð án ósigurs í deildinni (næstbesti árangur allra tíma, vantar 5 leiki í hið frækna Invincibles-lið Arsenal árið 2003-04).
 • Leikið 54 leiki í röð án ósigurs á heimavelli í deildinni (næstlengsta í sögunni).
 • Náð í 79 stig í 27 leikjum, sem er sami stigafjöldi og hið fræga þrennulið Man Utd náði í allt tímabilið 1998-99.
 • Unnið 26 leiki, sem eru jafn margir sigrar og Invincibles-lið Arsenal unnu allt sitt ósigraða tímabil 2003-04.
 • Unnið 26 af fyrstu 27 leikjum tímabilsins, sem hefur aldrei verið gert áður í neinni af stóru deildum Evrópu.
 • Endurheimt 22 stiga forystu sína á toppi deildarinnar. Liðið spilar tvo deildarleiki í viðbót áður en liðið í öðru sæti spilar næst, þannig að forystan gæti orðið allt að 28 stig sem er svo há tala að mann sviiiimar.
 • Náð í 106 af síðustu 108 mögulegu stigum í deildarkeppni.

Nú þarf liðið:

 • Að vinna aðeins fjóra af síðustu ellefu leikjum deildarkeppninnar til að tryggja sér fyrsta titilinn í þrjátíu ár, þann nítjánda í sögu félagsins. 30. 4. 19.
 • Að drífa sig að vinna þessa fjóra leiki sem allra, allra fyrst svo ég geti byrjað að fagna.

Það er ekki fleira í kvöld. Ég varð að koma þessu frá mér á blað, því þetta lið er svo stórkostlegt og að ná svo mörgum sögulegum áföngum þessa dagana að þessar tölur svífa fyrir augum mér þar til mig sundlar. Það er erfitt að halda jafnvægi þegar maður er svona hátt uppi.

Þar til næst.