Kæri lesandi,

þá er helgin liðin. Ég las aðeins meira í gær, horfði á aðeins meira sjónvarp, spilaði aðeins meira. Eyddi öllum tímanum með dætrum mínum og eiginkonu. Frábært, en okkur Lilju grunar að við þurfum að vera ansi skapandi með dagskrá næsta mánuðinn fyrir stelpurnar. Það er þegar kominn smá leiði í þær yfir því að þurfa að hanga heima.


Ég kláraði ansi áhugaverða skáldsögu um helgina, Changeling eftir Victor Lavalle. Hún rekur í stuttu máli (og svo að ég forðist alla spoilera í þessari mjög óvæntu sögu) sögu Kagwa-fjölskyldunnar frá komu hennar til Ameríku og … já. Aðallega er þetta sagan af Apollo Kagwa og konu hans, Emmu Valentine, og hvernig þeim gengur að stofna litla fjölskyldu.

Hlutir gerast. Það má ekki spilla neinu en maður heldur að þetta sé ein tegund af bók, og svo reynist hún vera önnur tegund af bók, og svo þriðja tegundin. Og þá fattar maður að bókin sjálf er changeling, umbreytingur á íslensku, ekki bara söguefnið heldur hvernig hún hoppar á milli sagnaflokka. Á tímabili er þetta skáldsaga um fjölskyldu, svo er þetta orðin hrollvekjumystería, svo er þetta orðin þjóðfélagsádeila og svo framvegis.

Þetta er góð bók. Mjög góð. En umfram allt er hún stútfull af hugmyndum. Það eru heilmiklar pælingar um til dæmis ævintýri og ævintýraþrá hérna, og svo er þetta mikil New York-skáldsaga, borgin í algjöru aðalhlutverki. Stundum leggur maður bók frá sér og veit ekki alveg hvað manni finnst strax af því að það þarf margt að melta, og melting tekur tíma. Þetta er ein af þeim bókum. Mæli með.

Annað var það varla í dag. Dagskráin tæmd. Þegar maður gerir lítið sem ekkert hefur maður lítið sem ekkert að segja.

Þar til næst.