Kæri lesandi,

ég er búinn að vera inni hjá mér í rúman sólarhring. Það er hreinlega ekki hundi út sigandi, úti geisar enn ein lægðin, sú þrjú hundraðasta í vetur eða svo. Þetta er náttúrulega löngu hætt að vera fyndið, í dag er fimmti apríl og ég þarf að moka bílinn minn út ef ég ætla á skrifstofuna í fyrramálið.

Helgin hefur farið eftir veðri. Við höfum tekið til, þrifið og sótthreinsað. Við höfum líka lesið, spilað og horft á Netflix. Við höfum þraukað, sem betur fer ánægð með félagsskapin af hvert öðru hér heima.

Í dag hef ég svo talað í símann í rúmlega tvo tíma. Löng símtöl við mömmu, bróður minn og vin minn, enda fær maður ekkert að hitta þetta fólk lengur og því er nauðsynlegt að heyrast í síma reglulega.

Svo er ég að spila Football Manager á iPad. Ég er búinn að vinna Meistaradeildina með Blackburn, tveimur árum eftir að ég komst beint upp í Úrvalsdeildina með liðið eftir að hafa tekið við þeim. Þetta hef ég gert án þess að eyða miklum upphæðum, liðið hefur engan sykurpabba og ég svindla ekki. Þetta er bara svo auðveldur leikur. Skiptir engu, hann hjálpar mér að drepa tímann.

Annars höfum við það gott hér. En svona í alvöru, þessi snjór má fokka sér. 2020, hvað er að þér?

Þar til næst.