Kæri lesandi,

ég veit ekki af hverju, en ég er alveg galtómur í dag. Þetta er í þriðja sinn sem ég sest við lyklaborð og reyni að koma einhverju flæði af stað, og ég er hér með að gefast upp í þriðja sinn. Klukkan er orðin margt og augun í mér synda í höfðinu. Ég held að það sé best að ég fari bara að sofa.

Það má enda líka vera galtómur, stundum. Þá er bara að taka því með æðruleysi, yppa öxlum og gera eitthvað annað. Lyklaborðið bíður á sínum stað þegar ég kem næst að því. Orðin geta beðið eftir mér, fyrst þau vilja standa á sér. Þannig endurheimti ég stjórnina.

Þar til næst.