Kæri lesandi,

langur dagur að baki. Ég hef ekki frá miklu að segja í dag, oft hef ég tíma fyrir pælingar en þær eru meira innvortis í dag. Eftir langan dag á skrifstofunni kom ég heim og var mikið með dætrum mínum, sem voru óvenju þreyttar eftir fyrsta fulla skóladaginn í 7 eða 8 vikur að ég held. Og nú er ég farinn eldsnemma inn í svefnherbergi, ætla að hvílast vel áður en ég vakna fyrir allar aldir í fyrramálið. Framundan er dagsferð á Norðurfjörð, stutt vinnustopp þar í aðeins annað sinn á ævinni. Ég hlakka til, en þetta verður langur dagur.

Fyrst ætla ég að tryggja að ég sé vel í stakk búinn fyrir keyrsluna (10-12 klst í bíl plús 4-6 tíma stopp á staðnum). Ég er búinn í sturtu, er á þriðja tíma í átján tíma föstu, og áður en ég leggst og sofna ætla ég að sitja í myrkrinu og hugleiða í kortér.

Annað kvöld set ég inn færslu með myndum frá Árnessýslu, ef ég næ því. Ef ekki geri ég það á miðvikudag. En nú má síðan bíða betri tíma, mér liggur á að róa mig.

Þar til næst.