Kæri lesandi,

í dag fór ég í viðtal hjá Halldóri á Bókasafni Hafnarfjarðar. Hann er að vinna hlaðvarpsþátt um bækur og hann bauð mér af því tilefni að hann er að taka upp þátt um bækur um knattspyrnu. Við töluðum um ýmsar bækur en aðallega hina frábæru Home and Away eftir Knausgaraard og Ekelund sem ég hef minnst nokkrum sinnum á hér á síðunni. Það er skemmst frá því að segja að ég mærði bókina enn einu sinni, eins og ég geri hvenær sem mér gefst tækifæri. Þetta var skemmtilegt spjall.

Halldór spurði mig meðal annars hvort það blundaði í mér löngun eftir að skrifa mína eigin bók um knattspyrnu. Ég játti því eiginlega, spurningin kom mér að óvörum en ég gat ekki neitað því að það yrði algjör draumur að ná einhvern tímann að sameina þessi tvö efni. Ég hef þó ekkert umfjöllunarefni í huga og sagði honum það, sagði jafnframt að ef ég ætti einhvern tímann að skrifa slíka bók yrði hún að vera saga sem kemur úr óvæntri átt, eitthvað öðruvísi en fólk á að venjast. Það virðist vera bæði mín náðargáfa og bölvun að þurfa alltaf að leita eftir óvenjulegum sögum, sjaldgæfum sjónarhornum.

Nema hvað, þetta er góð hugmynd. Bók um knattspyrnu. Fótboltasögur. Kannski ég skoði þetta aðeins nánar.

Þar til næst.