Kæri lesandi,
í hlaðvarpsþætti í gær heyrði ég fleyg orð. A therapist shows you the road to tears, a coach shows you the road to laughter. Ég tengdi við þau fleygu orð.
Þessu ótengt, þá bjó ég til fjögurra klukkustunda langan playlista á Spotify í dag. Hann er fullur af lögum sem ég þekki vel, fíla en þetta eru samt allt lög sem draga ekki athyglina of mikið að sér. Playlistinn heitir “sándtrakk fyrir smásögur”. Já, það er eitthvað að gerast.
Á mánudaginn má fara í ræktina að nýju. Ég hef aldrei verið jafn reiðubúinn að mæta í ræktina. Aldrei. Nema, ég spyr mig, hvernig ætli fyrstu 2-4 dagarnir verði? Biðraðir í öll tæki? Ég mæti, hef ekki efni á að bíða lengur, var enda nýkominn á fullt skrið í ársbyrjun þegar kórónavírusinn skellti öllu í lás og síðan hef ég bara nennt göngutúrum sem eru engan veginn nóg. Ég verð að mæta. Vona að þetta verði ekki of slæmt, of mikil mannþröng.
Á morgun er garðvinnudagur. Sá þriðji eða fjórði síðustu vikur, sennilega. Ég tek eflaust að mér að spúla bílaplanið eins og venjulega, og svo tek ég þátt í að setja upp trampólínið. Þetta verður gaman, en bara ef veðurspáin rætist.
Þar til næst.