Kæri lesandi,
þessi síða er komin í sumarfríið sem ég talaði um í síðustu viku. Ég nennti ekki að uppfæra í gær, eyddi deginum í að kaupa rafhlaupahjól fyrir dóttur mína og velja og kaupa sófa í stofuna með konunni. Svo fórum við heim og vorum bara saman, fjölskyldan. Og ég nennti ekki að blogga.
Ég hef verið sæmilega tómur af hugmyndum fyrir síðuna undanfarið, og á sama tíma sækja hugmyndir fyrir ýmsar sögur að mér. Ég ætla að nýta mér það brautargengi sem þessi skrif hafa gefið og stofna nýtt skjal í tölvunni.
Síðan er komin í sumarfrí, hversu lengi veit ég ekki. Ég sný aftur þegar ég finn fyrir þörf til að snúa aftur.
Þar til næst.