Kæri lesandi,

í dag vaknaði ég, fór á fætur, í snögga sturtu og byrjaði svo að mála. Ég hætti um tíuleytið í kvöld. En, það er óhætt að segja að ég hafi farið ansi langt með verkefnið í dag. Auðveldari áfangarnir tveir eru eftir en mikið er ég feginn að þessum hluta er lokið. Og eins og alltaf þegar ég hef eytt deginum (skynsamlega) í að gera hluti, í stað þess að hugsa um hluti, þá grunar mig að svefninn verði ljúfur í nótt.

Á morgun ætla ég að vera hauglatur. Til skammar, hreinlega. Er það ekki háttur guðlegra vera, að hvílast á sjöunda degi? Ég mála svo meira á mánudag.

Þar til næst.