Kæri lesandi,

þetta er stutt og stórgóð hugleiðing um ‘cancel culture’, hugtak sem tröllríður öllu þessa dagana:

Eitt sem Akanbi kemur inná í þessari hugleiðingu er að ef við drögum okkur öll í hlé af ótta við að gera mistök þá missum við um leið tækifærið til að læra af mistökum okkar. Og ef við getum ekki lært af því sem miður fer án þess að fyrirgera rétti okkar til þátttöku í umræðunni vegna téðra mistaka, eigum við þá einhverja von á vitsmunalegri samræðu?


Annað í þessu, samt: ‘cancel culture’ er eitthvað sem hefur lengi verið við lýði og virkað eins og vel smurð vél. Eini munurinn er að nú eru þetta ekki lengur bara forréttindahópar sem geta ‘cancelað’ þeim sem minna mega sín. Byltingin hefur snúið vopnunum í höndum fólksins og beint þeim að forréttindapésunum. Og þá kvarta allir hvítu karlarnir.

Það er líka reginmunur á því að hljóta gagnrýni fyrir að tala með rassgatinu og að vera dreginn til ábyrgðar fyrir, til dæmis, ítrekuð kynferðisafbrot í skjóli forréttindastöðu. Enginn heilvita maður færi að halda því fram að Jeffrey Epstein og Jordan Peterson séu í sömu deild og báðir sams konar fórnarlömb cancel culture. Annar var skrímsli, hinn hefur bara oft rangt fyrir sér og fær gagnrýni fyrir það. Annar dó í fangelsi, hinn … á enn mjög blómlegan feril. En JP þarf að þola gagnrýni, og þá er kvartað út í eitt.

Sjá þessa góðu grein um málið.

Þar til næst.