Kæri lesandi,

  • Myndin hér að ofan sýnir ungan mann sem horfir yfir Manhattan frá toppi Empire State árið 2012. Þessi ungi maður er örlítið eldri í dag en þráir heitt að komast á ný til útlanda.
  • Alla ævi hef ég verið B-týpa þegar kemur að sturtu. Þ.e., ég fer í sturtu á kvöldin, finnst fátt betra en að sofna hreinn. Undanfarið hefur þetta verið að breytast, ég er (loksins segja sumir eflaust) aðeins uppgötva hversu gott það er að byrja daginn með sturtu og vera OFURferskur þegar ég held út í daginn.
  • Ég er á milli sjónvarpsþátta og á milli bóka. Hef verið í nokkra daga. Ég veit ekki hve lengi það endist, ætla að reyna að hugsa ekki um það. Þetta er sjaldgæft ástand. Ég spjalla við sjálfan mig á meðan. Pæli.

Hugsanaflæðið er uppurið í bili.

Þar til næst.