Kæri lesandi,

þögnin, kyrrðin, sólin á pallinum, brakið í gólfinu, sængurnar sem bíða eftir okkur, heiti potturinn, rósavínið og þýski bjórinn, íþróttir í beinni, bara ég og eiginkonan, lambakjötið, útisturtan, ótruflaður lestur, hljómtækin, skrif að morgni, göngutúrar í náttúrunni, fullt tungl bak við ský, faðmlög í rjóðri, ekkert lúsmý, skinkusalatið í Hveragerði, uglustytturnar hennar mömmu, golfkúlurnar hans pabba út um allt, lyktin af olíunum, frelsið, Selfoss á morgun, Ísland og England, hvíld frá samfélagsmiðlum, gamla safnið af DVD diskum, innilegu kósýheitin, meira rósavín, gengið um á nærfötunum.

Þar til næst.