Kæri lesandi,

hér að ofan er mynd frá Suðurnesjabæ, tekin í morgun við fyrsta birtíng. Ég hef ekki tekið mynd frá glugganum á skrifstofunni minni síðan 30. nóvember á síðasta ári. Þá tók ég mynd og birti hér, rétt fyrir vetrarfrí frá bloggi, af því að ég man hvað mér fannst gott veður og bjart yfir í nóvemberlok. Það sama gildir nú, enda skemmst frá því að segja að þessi vetur hefur verið svo mildur að það er vorhugur í mér. Það mætti alveg segja mér að við værum stödd í maímánuði, ekki febrúar.

Íslendingar fá nú reglulegar fréttir af einum af okkar fremsta fjallaklifrara sem lagði í þá hættuför að reyna að komast á topp K2 að vetrarlagi í síðustu viku. Ekkert samband hefur nást við hann og félaga hans í nokkra daga núna og fólk er orðið ansi vonlítið, veit vel hvað slíkt sambandsleysi þýðir á þessu mannskæða fjalli. Þetta er auðvitað skelfilegt og margir eru í sárum. Aðgát hefur að mestu verið sýnd á samfélagsmiðlum sýnist mér, en fólk hefur þó eitthvað verið að ræða tilganginn með því að arka svona upp stórhættuleg fjöll við enn hættulegri aðstæður.

Við það tækifæri rifjast upp fyrir mér tilsvar ítalska ofurhugans Reinhold Messner, sem varð árið 1978 fyrstur allra til að ná á topp Everest-fjalls án þess að nota súrefniskút við klifrið. Þegar Messner veitti viðtal að afreki loknu var hann spurður hvers vegna hann hefði kosið að fara í aðstæður sem hefðu svo hæglega getað reynst banvænar?

Þá svaraði Messner með þeim fleygu orðum: „Ég fór ekki upp fjallið til að deyja. Ég fór þangað upp til að lifa.“

Það ætti hverri manneskju að vera sjálfsagt að setja sjálfri sér þær áskoranir sem þær kjósa í lífinu. Og hver er munurinn á manneskjunni sem drepur sig úr stressi við að klifra á topp viðskiptafjallsins, eða þeim sem málar sig út í horn við að reyna að skapa hið fullkomna listaverk, og þeim sem þráir fjallstindinn heitast af öllu? Í raun mætti kjarna allar slíkar iðjur með mjög íslenskum frasa. Hvað sem þig dreymir um, hvað sem þú eltist við, hvort sem þér tekst það eða ekki, þá mátti reyna.

Þar til næst.