Kæri lesandi,

stutt erindi í dag, þar sem ég er úrvinda. Þetta hefur verið langur dagur, allir í skimun hægri/vinstri og svo beðið eftir niðurstöðum í sjálfskipaðri einangrun. Niðurstaðan er sú að enginn á þessu heimili greindist jákvæð/ur en ungur nágranni okkar er með veiruna og mögulega bróðir minn. Hann er þó einkennalaus og hress, ég fór í búð fyrir hann í gær og fékk að gera grín að því sem hann bað mig um að kaupa. En svo runnu á mig tvær grímur, er grískt jógúrt með súkkulaði og ferskjubragði kannski besti morgunmaturinn? Hann er laungáfaður, hann bróðir minn. Ég ætti kannski að prófa.

Þannig að helgi sem hafði verið frátekin fyrir nautnir okkar hjóna varð að engu, í raun. Hangsi, sjónvarpsglápi, niðurstöðubið og óvissu. Eldri dóttir okkar kemur svo heim úr bústað á morgun, vonandi er hún hress með lífið og tilveruna eftir helgina. Ég veit ekki alveg með okkur hin.

Þar til næst.