Kæri lesandi,
ég er manneskja og bæði flókinn og marglaga eftir því. Það er ekki þar með sagt að ég eigi mér djúpt og ríkt tilfinningalíf á hverjum degi. Í dag hef ég til dæmis mestmegnis kljást við eina hugsun: hvað þýðir Fíllinn í samnefndu lagi Jason Isbell, „Elephant“? Mín kenning er sú að snilld textans felist í því að fíllinn breytir um lit eftir því sem líður á lagið. Hann þýðir í raun nokkra hluti, eftir því hvaða vers þú ert að hlusta á. Mér finnst þetta eitt af betri lögum árþúsundsins, hreinlega, og stundum líður mér eins og ég komist ekki yfir snilldina, svo mikil er hún.
Það var í alvöru ekki fleira í bili.
Þar til næst.