Kæri lesandi,
þetta blogg er við frostmark. Það þurfti eina skrítna viku til að slá mig út af laginu, og þótt Damar Hamlin, Jeremy Renner og manneskjan í mínu lífi séu öll á batavegi átti ég erfitt með að komast í einhvern blogggír um helgina. Veit ekki af hverju, sennilega bara það sama og alltaf. Ég er alltaf að leita að stöðugleika í skrifum, í stað þess að horfast í augu við þá líklegu staðreynd að ég sé bara enginn penni, þvert á það sem ég ímynda mér og mig langar til.
Talandi um frost, þá er ég orðinn ansi þreyttur á þessu landi, og þá sérstaklega fólkinu í landinu. Sumir segja að helvíti sé annað fólk, þetta fólk hlýtur þá að vera að tala sérstaklega um Íslendinga. Og er þá ekki frosið í helvíti þessa dagana? Ég þrái allavega stundarfrið þar sem ég get handvalið fólkið sem ég þarf að díla við og nákvæmlega enga aðra. Sá stundarfriður mætti alveg eiga sér stað hvar sem er, eins lengi og sá staður er í kringum 10° á celsíus. Helvítis kuldakast.
Mikið er þetta nú leiðinleg færsla. Ég hugsa að ég haldi bara aftur í útlegð.
Þar til næst.